4 græn epli
4 bananar
1 stór dós niðursoðnir ávextir
100 gr dökkt súkkulaði
heslihnetur hakkaðar
1 dl sýrður rjómi
1 peli rjómi
|
Skrællið eplin og skerið í bita. Sneiðið bananana, setjið í skál og blandið niðursoðnum ávöxtum, brytjuðu súkkulaði og hökkuðum hnetunum saman við. Þeytið rjómann og blandið honum ásamt sýrðum rjómanum, varlega saman við ávextina. Kælið
Æðislega gott!! Líka hægt að setja á nýbakað fransbrauð.
ps: í staðinn fyrir niðursoðna ávexti er hægt að nota ferska að eigin vali.
|