4 dl hveiti
1 1/2 dl sykur
2 egg
1 dós skyr.is með jarðaberjabragði
2 tsk. vanilludropar
1 dl mysa
1 tsk. edik
3 msk. kakó
1 dl súkkulaðispænir
Krem:
150 gr. smjörlíki
~23 bláber
1 blað matarlím
1 dós vanillu - létt jógúrt
1 dl flórsykur
|
Þurrefnunum blandað saman. Eggjum, skyri og vanilludropum hrært saman og sett síðan út í.
Mysu og ediki hellt yfir. Öllu blandað vel saman og loks er súkkulaðispænirinn settur útí.
Hellt í form.
Bakað við 180°c í 16 mín. í örbylgjuofni.
Öllu í kreminu skellt saman og smurt vel ofan á. Passið að ekki sjáist í sjálfa kökuna.
Skemmtilegt er að skreyta kökuna með jarðarberjum ef þú nennir.
|