1 1/2 dl heitt vatn
1 1/2 dl súrmjólk
25 gr þurrger (2 1/2 tsk)
2 msk olía
1/2 tsk sykur
1 tsk salt
1 dl hveitiklíð
5 1/2 dl hveiti
Ofan á:
1/2 rauð paprika
1/2 græn paprika
1/2 gul paprika
rifinn ostur
|
1. Takið frá 1 dl af hveiti og geymið á diski til að nota síðar.
2.Blandið saman vatni og súrmjólk
3. Blandið öllum þurrefnunum og gerinu líka, saman við mjókurblönduna og hrærið og hnoðið.
4. Bætið við hveitinu sem tekið var frá eftir þörfum ef deigið reynist of blautt.
5. Látið deigið hefast í skál og volgu vatnsbaði í eldhúsvaskinum í ca. 15 mínútur.
6. Sláið deigið niður og hnoðið þar tl það klístrast hvorki við borð né hendur, bætið vð hveiti ef þörf þykir og skiptið deiginu í tvennt.
7. Búið til tvær sívalar lengjur og fletjið þær síðan út með lófanum.
8. Penslið lengjurnar með eggjablöndu.
9. Þvoið paprikurnar og skerið þær niður í lengjur og raðið þeim yfir brauðlengjurnar og stráið rifnum ostinum yfir.
10. Bakið í 12-15 mínútur við 200°C.
Berið fram með smjöri.
|