Botn:
4 eggjahvítur
200gr sykur
1 tsk lyftiduft
2 bolar rice crispies
Krem
4 eggjarauður
60gr flórsykur
100gr brætt suðusúkkulaði
50gr smjörlíki
|
Þeytið eggjahvítur, sykur og lyftiduft þar til deigið er stíft. Blandið síðan rice crispies varlega saman við. Látið eigið í tvö vel smurð hringlagaform og bakið botnana í eina klukkustund við 150°C
Á milli botnanna er svo settur 1/4 lítri rjómi (þeyttur), Nóa kropp, salthnetur eða annað sælgæti eftir smekk. Sett út í rjómann á milli botnanna.
Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn vel saman. Bræðið sukusúkkaðið og 50gr smjörva saman. Hellið svo varlega saman við eggjarauðublönduna.
Smyrjið kreminu ofan á tertuna.
Frystið tertuna síðan og takið hana úr frosti um 30 mín. áður en hún er borin fram.
|