Marengsbotn:
3 stk eggjahvítur
1 1/2 dl púðursykur
1 dl sykur
2 stórir bollar Rice Crispies
Súkkulaðisósa
200gr Síríus suðusúkkulaði
1dl rjómi
Rjómakrem
1/2 L rjómi
3 eggjarauður
5 msk flórsykur
5 msk koníak
|
Botn:
Eggjahvítur, púðursykur og sykur þeytt saman, síðan er Rice Crispies hrært saman við. Sett á bökunarplötu og bakað við 150°C í 1 klst.
Súkkulaðisósa:
Sett í pott og hitað þar til súkkulaðið er bráðnað. Kælið
Rjómakrem:
Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman, rjóminn þeyttur sér og öllu hrært saman ásamt koníakinu.
Margensbotninn er brotinn í stykki og settur í skál eða mót. Súkkulaðisósunni hellt yfir og rjómakreminu smurt þar yfir. Síðan er kakan skreyy með ferskum ávöxtum eftir smekk: jarðarber, bláber, kíví og/eða stjörnuávöxtur.
|