200 gr.linsubaunir
2 laukar
3 gulrætur
1 paprika
4 kartöflur
2 msk. olífuolía
1 l grænmetissoð
8 msk. balsamico edik
salt
muskat
karrý
sýrður rjómi
kókosmjöl
|
Linsubaunirnar settar í bleyti sólarhring áður en súpan er gerð. (200gr verða að 250gr)
Linsubaunirnar settar í pott og grænmetið er brytjað niður og sett út í. Grænmetissoðið er blandað og bætt við eins Balsamico edikinu og olíunni.
Krydddað eftir smekk, mér finnst mikilvægt að setja slatta af karrýi, og varlega af múskati.
Soðið í u.þ.b. klukkutíma.
Sett á disk og stráð yfir kókosmjöli og sýrður rjómi er svo kóronan.
Bragðast mjög vel, og er matarmikil. Uppskriftin er fyrir 2 til 3 manneskjur.
|