Hryggur,læri eða vöðvi. 
Mysuostur (ekki mysingur), 
Lárviðarlauf, 
4-6 súputeningar(nauta),rjómi, 
salt og pipar.Vatn 
 
              
               
             | 
             
              
Ofninn á mikinn hita 220°C 
Setjið kjötið í ofnskúffuna með dulitlu af vatni. Ekki setja kjötið á grind heldur standa í skúffunni. 
Saltið og piprið eftir smekk. 
Skerið Mysuostinn í ræmur með t.d. ostaskera, dreifið ostinum yfir kjötið í þunnu lagi. Vatn, lárviðarlauf og súputeningar í skúffuna, passa að bæta vatni við undir steikingu. Þegar áliðið er steikingu er rjómanum bætt í skúffuna og svo ausið yfir kjötið reglulega.Rétt undir lokin er svo það sem er eftir af mysuostinum skafið af og kjötið lokasteikt. Notið svo soðið og ostinn í sósuna.     
              
               
             |