|
|
|
|
Marensterta með snikkersrjóma
|
Brauð og kökur
|
Verðlauna uppskrift í mars og snikkerskeppni Perlunar
|
|
Botn:
3 eggjahvítur
150 gr. Sykur
Krem:
3 eggjarauður
4 msk. Flórsykur
2 stk. Snikkers stór
½ lítri rjómi
|
Botn:
Eggjahvíturnar þeyttar vel og sykurinn settur smátt og smátt saman við og þeytt þangað til hvítan verður stíf. Sett á 2. bökunarplötur, gott er að teikna hring á bökunarpappír og setja svo marensinn á pappírinn.
Bakað við 150° hita þar til hann er orðin þurr ca. 1-2 tíma. Gott að láta hann kólna í ofninum yfir nótt. Með blæstri 130° hita.
Krem:
Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn vel saman. Bræðið snikkersin yfir vatnsbaði setja smá rjóma út í. Blandað varlega saman við eggjablönduna og þeytið vel á meðan.
Þeytið rjóman, setjið helming af rjómanum í snikkersblönduna smátt og smátt. Gott er að kæla snikkersblönduna þangað til hún þykknar áður enn hún er sett yfir tertuna.
Setja saman tertuna.
Marensbotn rjómi snikkersrjómi,
Marensbotn rjómi snikkersrjómi.
|
|
Sendandi: Beta Ásmundsdóttir <Beta@skyrr.is>
|
02/01/1997
|
Prenta út
|
|
|