Kartöflur
frosið grænmeti, brokkoli, blómkál og gulrætur.
Paprika
rauðlaukur
grænmetisteningur
kjúklingateningur
2 msk léttsmurostur með villisveppum
Tómatur
|
Skerið kartöflur með hýði í þunnar sneiðar. Skerið papriku og lauk smátt og tómat í sneiðar.
Sjóðið frosið grænmetið í litlu og léttsöltu vatni. Takið grænmetið frá, bætið grænmetis og kjúklingakrafti úr í soðið ásamt smurosti.
Raðið í elfast mót kartöflum og grænmeti og setjið´sósuna útá og tómatana efst.
Bakið í ofni í 60 mín við 200 gráður.
Til að gera meira "djúsí" má gera sósu úr smurosti og kaffirjóma og setja rifinn ost ofaná.
|