3 msk. matarolía
600 g magurt nautahakk
2 msk. saxaður jalapenopipar (fæst niðursoðinn)
1 stór laukur, saxaður
2 dósir niðursoðnir tómatar
7 dl nautakjötskraftur (teningur og vatn)
1 msk. cuminduft
1 tsk. chilíduft eða cayennepipar
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
1 dós nýrnabaunir
150 g rifinn Búri eða Maribo ostur
1 dós sýrður rjómi
nachos eða tortillaflögur
|
Hitið olíuna í potti og brúnið hakkið í henni í nokkrar mínútur. Bætið piparnum og lauknum í pottinn og látið krauma þar til laukurinn fer að mýkjast. Saxið tómatana og bætið þeim í ásamt soðinu, kryddinu og sykrinum, sjóðið í 15 mínútur. Sigtið safann frá baununum og bætið þeim að lokum út í, hrærið varlega á meðan þær hitna. Setjið súpuna í skálar og sáldrið rifna ostinum yfir um leið og hún er borin fram. Berið sýrða rjómann fram með súpunni ásamt flögunum.
|