200 gr.dökkt súkkulaði
200 gr.smjör
4 egg
2 dl sykur
2 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
100 g valhnetur
|
Setjið smjörið í pott og látið bráðna. Setjið súkkulaði útí bráðið smjör og látið það bráðna þar í við lágan hita. Þeytið egg og sykur og setjið hveiti, valhnetur og lyftiduft þar útí ásamt súkkulaðibráðinni og blandið varlega saman. Hellið í smurt form með lausum botni og bakið við 200°C næst neðst í 15 mínútur.
Berið fram með rjóma, gaman er að setja ferska ávexti á hana líka.
Þetta er 10 -12 sneiðar.
|