4 eggjahvítur
3 dl. púðursykur
1 dl. sykur
1 tsk. lyftiduft
|
Ofninn hitaður í 150 C blástur. Allt hráefni sett saman í skálina og þeytt mjög vel þar til massinn hangir vel á þeytaranum þegar hann er tekinn upp (ca. 7 mín. í sæmil. öflugum hrærivélum ). Tvö 24 cm form klædd að innan með álpappír og penslað létt með olíu, deiginu skipt í tvö form og bakað í 60 mín. Þegar botnarnir eru kaldir, er settur þeyttur rjómi á milli, og í frysti með kökuna, þar sem hún er geymd allavega yfir nótt, má vera lengur. Með þessu móti verður maregsinn ekki að tyggjói. Lyftiduftið gerir það svo að verkum að kakan verður mjög há og flott.
|