|
|
|
|
Trölladeig
|
Óskilgreindar uppskriftir
|
Gott í föndur, hægt að baka til að gera hart
|
|
300 gr fínt borðsalt
6 dl sjóðandi vatn
matarlitur
1 msk. matarolía
300 gr hveiti
|
Gott er að vera í gúmmihönskum.
Setjið borðsaltið í skál og hellið vatninu yfir ásamt matarolíu og matarlit.
Hrærið hveitinu smátt og smátt saman við þar til að leirkúla hefur myndast. Hnoðið degið í höndunum þar til að það er orðið mjúkt og tegjanlegt. Bætið við hveiti eftir þörfum.
Bökunartími fer eftir þykkt þess sem þið mótið úr deginu.
Þunnar fígúrur
Bakist í ofni við 175°C í 1,5 klst
T.d. þykkur aðventukrans
Bakist í ofni við 175°C í 2 klst til 3 klst
|
|
Sendandi: Sigurður Jónas Eggertsson <sje@eldhus.is>
|
20/12/2005
|
Prenta út
|
|
|