Kartöflur, laukur, blómkál,gulrætur, rófa, brokkoli,rauð og græn paprika, sæt kartafla, tortellini með osti og skinku,grænmetisteningur, klúklingateningur,saltpipar,matreiðslurjómi.
|
Magn grænmetis fer eftir smekk.
Þvoið grænmetið og flysjið kartöflur, rófu gulrætur og lauk.Skerið svo allt í hæfilega bita. Setjið í pott ásamt Tortellini og látið vatn fljóta yfir, bætið grænmetis og kjúklingateningum útí. Sjóðið í um það bil 20 mín. og smakkið til ef þurfa þykir með meiri teningum og salti og pipar. Setjið að síðustu rjóma útí og látið suðu koma upp.
Súpan er mjög góð ein og sér en líka er upplagt að hafa hvítlauksbrauð með.
Verði ykkur að góðu.
|