Kjötsósa.
ca. 500 g kjöthakk
1-2 ds tómatar
2 msk tómatpúrra
1 saxaður laukur
oregano, timian, italian seasoning eftir smekk
Einnig má bæta í sósuna ef til er í ískápnum:
papriku
sveppum
gulrótum
og um það bil öllu sem þarf að nota áður en skemmist (td. afgöngum líkt og skinku)
Ostasósa
Smjörlíki
hveiti
mjólk
smá múskat
rifinn ostur
Lasagne blöð (ég nota alltaf þessi fersku sem fást m.a. í Hagkaup.
Passið ykkur bara þegar þið kaupið þau að þau séu örugglega fersk)
|
Kjötsósan.
Svissið laukinn í potti, steikið hakkið og hellið öllu saman í pottinn.
Látið malla amk. í 1/2 klst., jafnvel lengur.
Ostasósan.
Gerið hvítan jafning úr smjörlíki, hveiti og mjólk. Kryddið með múskatinu.
Ekki setja ostinn út í strax.
Smyrjið eldfast form. Setjið kjötblöndu í botninn, þá ostasósu, stráið osti yfir og
setjið lasagne blöð þar ofan á. Haldið áfram að stafla upp kjöti, ostasósu og
lasagneblöðum þar til kjötsósan er búin. Efst setjið þið ostasósu og slatta af
rifnum osti. Bakið í ofni við ca. 200 gráður á Celcius í 20-30 mínútur.
|