3 eggjahvítur
200gr púðursykur
10 tromp
200gr rjómasúkkulaði (t.d. ein stór Siríusplata)
|
Eggjahvíturnar og púðursykurinn eru þeyttar saman mjög vel. (stífþeyttar)
Á meðan eru Tromp stykkin og súkkulaðið brytjað niður í litla bita.
Svo er bitunum blandað varlega saman með sleif við marensinn.
Blandan er svo sett á bökunarplötu í litla toppa með teskeið.
Bakað í ofni við 150° í ca. 15-20 mín eða þar til topparnir eru orðnir stökkir að utanverðu.
|