UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Hollt og gott kjúklingasalat Í toppformi
Kjúklingasalat með fullt af grænmeti
2 Kjúklingabringur
1 poki af blönduðu salati eftir smekk
1 paprika
1 rauðlaukur
1 búnt vorlaukar
1 box kirsuberjatómatar
1/2 gúrka
1 mangó eða ferskur ananas
1 pera

Parmesan
Feta ostur
Ólífuolía og hvítt balsamedik

Steikið kjúklingabringurnar á pönnu eða grillið (ef veður leyfir). Kryddið eftir smekk, með salti og pipar og jafnvel einhverju sterku. Skerið í strimla og leyfið kjúklingnum að kólna smá.
Hellið salatinu í skál og skerið allt grænmetið og ávextina smátt og blandið saman. Loks er kjúklingnum bætt útí. Mjög gott er að rífa parmesan yfir eða setja Feta-ost.
Fyrir þá sem vilja er hægt að hella smá olíu og ediki yfir þegar salatið er borið fram.

Í þetta salat má í raun setja hvaða grænmeti og ávexti sem er, allt eftir því hvað er til í ísskápnum.

Sendandi: Hildur Margrét Nielsen <hildurmargret@gmail.com> 18/07/2007



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi