UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Pesto in the pocket Brauð og kökur
Fljótlegt og unaðslega gott!!!

6dlspelt hveiti
50gr smjörlíki
1tsk salt
1tsk sykur
3 1/2 tsk þurrger (1pk)
2dl volgt vatn

Fylling:
krukka rautt pestó
rifinn ostur að eigin smekk
skinkukurl
graskersfræ

penslun:
1 egg
sesam fræ (má sleppa)

byrjað er á því að setja volga vatnið, sykurinn og gerið saman til að láta það gerjast. síðan er öllu hinu blandað saman við og deigið hnoðað. Síðan þarf að láta deigið hefast í ca 20-30 mín

á meðan deigið er að hefast er tilvalið að búa til fyllinguna á meðan. Pestóið er sett í skál, rifnum osti, skinkunni og fræunum bætt útí og hrært saman.

þegar deigið er búið að hefa sig er það flatt út og svo er deiginu skipt með vel stórum bolla eða e-u hringlóttu. Væn klessa af fyllingu sett á annan helming og svo er lokað pokanum með gafli. Svo er penslað með eggi eða mjólk og stráð sesamfræum yfir ef maður vill.

bakað við 225°C þangað til að hornin verða gyllt á lit

Sendandi: Gunný & Silja <siljae@internet.is> 28/01/2008



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi