| Spínat Kirsuberjatómatar
 rauðlaukur
 kjúklingabringur
 sataysósa
 ristaðar furuhnetur
 
 | Setjið spínatið í skál skerið tómatana í tvennt og skerið laukinn í strimla og blandið öllu saman.
 Skerið kjúklinginn í hæfilega stóra bita eins og þið viljið hafa þá í salatinu og steikið á pönnu, hellið satay sósunni yfir og látið malla í 10-12 mín og slökkvið svo undir og kælið blandið svo út í salatið.
 Ristið furuhneturnar á pönnunni og setjið yfir.Bon apetite..
 
 |