UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Heimatilbúinn LARABAR Í toppformi
Frábært ef mann langar í eitthvað hollt og gott, ekki "tómar kaloríur". Rosalega einfalt!
1 poki af döðlum (500 g)

2 pokar af brotnum kasjú hnetum (100g hver poki)

1/2-1 poki brotnar möndlur (100g poki án hýðis)

2-3 dl kókosmjöl

Sjóðið vatn og setjir döðlurnar í skál. Hellið vatninu yfir (bara rétt þannig að allar döðlurnar blotna, ekki of mikið) og látið bíða í um 3 mínútur.
berjið hneturnar og möndlurnar aðeins með hamri til að fá þær í aðeins minni bita.
Hellið afgangs vatninu af döðlunum og setjið döðlurnar í mixer og hakkið.
Bætið kókos útí og mixið aðeins til að blanda saman.
Setjið í skál og blandið hnetum og möndlum sama við.
Mótið í kassalaga lengjur og vefjið í bökunarpappír og plastfilmu.
Best er að geyma þá í frysti og borða þá strax úr frystinum!



Sendandi: Audrey Freyja <audreyfreyja@gmail.com> 06/05/2008



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi