UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Mexíkönsk súpa fyrir 6 manns Súpur og sósur
Það er fínt að búa til meira því súpan er mjög góð upphituð
2 laukar
4-6 hvítlauksrif pressaðir
2 msk olía
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 teningur kjúklingakraftur + ½ lítri vatn
1 teningur nautakjötskraftur + ½ lítri vatn
1 lítri tómatdjús -fæst í Hagkaup í fernu
1 matskeið kóriander duft
1 ½ teskeið chili duft
1 ½ teskeið cayannepipar (varúð hann er sterkur! Betra að setja eina tsk.
fyrst og smakka til)

Laukur og hvítlaukur skorinn og steiktur í olíunni í stórum potti.

Öllu hinu blandað saman við.

Látið malla í ca 2 tíma.

Smakkað til og má setja meira af kryddi eða hvítlauk.

1 grillaður kjúklingur tekinn af beinum og settur út í ca 1/2 tíma fyrir
framreiðslu.

Sýrður rjómi, nachoflögur og rifinn ostur borið fram með súpunni.


Sendandi: Beta 08/05/2008



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi