UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Franska Lauksúpan hennar Elísabetar Eir Súpur og sósur
Ein góð í skammdeginu
ca fullur pottur Vatn:2 l.
Gulur laukur:2-4 st. (eftir stærð, í hálfum sneiðum)
Ólífuolía:2-3 msk.
Kjötkraftur:eftir smekk. (dökkur)
Grænmetiskrafrur:eftir smekk
Hvítlaukur:2-3 rif. (maukaður)
Timían: 1 grein.
Ristað brauð til að setja í botninn á súpuskálinni og rífið ristað brauð ofan á súpuna.
Rifinn ostur

1. Olían er sett í pott og hituð þar til að byrjar að rjúka úr henni. Þáer laukurinn settur út í olíuna og hann brúnaður gullinbrúnn,
2. Vatninu er bætt út í ásamt kjötkrafti, timían, hvítlauk og tómötum.Þegar suðan kemur upp er allur sori fleyttur ofan af. Súpan er látin sjóðarólega í 10-15 mín.
3. Brauðið er skorið til svo það passi ofan í súpuskálar, eða það skorið íteninga og það ristað eða steikt í smjöri.
4. Súpan er sett í eldfastar skálar, brauðið ofan á og osturinn þar ofaná. Súpan er síðan bökuð á yfirhita þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn,(gratínerað). Einnig er hægt að rista brauðið í sneiðum, leggja ostinn þar ofan á oggratínera ostinn síðan á yfirhita. Eftir það er brauðið og osturinn lagt ofan á súpuna í skálunum.Svo eins og okkur er einum lagið má auðvitað nota alskonar öðruvísi kryddi í þetta, nota salt og pipar ofl. Sá líka eina uppskr þar sem settir eru niðusoðnir tómatar í súpuna en ég hef ekkert verið að gera það :)

Verði ykkur að góðu

Sendandi: Eyjólfur M. Eyjólfsson <eyjolfur.magnus@simnet.is> 08/11/2008



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi