UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Uppstúf Súpur og sósur
Þessi hvíta sæla sem fylgir hangikjötinu og bjúgunum :)
50 g smjör
50 g hveiti
1 l mjólk
1/2 tsk salt
1-3 msk sykur
Ögn hvítur pipar

Ein aðferð;
Bræðið smjörið í potti, hrærið hveitinu saman við þannig að úr verði smjörbolla. Bætið þá mjólkinni varlega saman við og hrærið stanslaust í til að það myndist ekki kekkir, látið sjóða í nokkrar mínútur og munið að hræra vel í. Kryddið svo með salti, sykri og pipar eftir smekk.

Önnur aðferð;
Hellið mjólkinni í pott og hitið að suðu, setjið þá smjörið í og bræðið það saman við. Setjið hveitið og smá vatn í hristikönnu og hristið það saman. Hellið því svo saman við smjörmjólkina og kryddið með salti, sykri og pipar eftir smekk.

Sendandi: Arndís P <disabeikon@hotmail.com> 05/11/2009



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi