UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Jólarjúpan mín Kjötréttir
Jólarjúpan í svarta pottinum.
Rjúpa lámark 1 á mann í minni fjölskyldu.
Beikon a.m.k. 3-4 lengjur fyrir hvern fugl.
Þurrkaðar sveskjur og þurrkuð epli eftir smekk, frekar meira en minna, og sláturgarn til að binda rjúpuna saman.

Rjúpan, sem er fryst í hamnum, (mjög mikilvægt annars þornar hún) er látin þiðna í sólarhring og hamflett daginn fyrir eldun(neðri parturinn með lærunum á að fylgja með). Sett í kalt vatn ásamt hjarta og fóarni (sem er efri hluti magans), það er skorið í sundur og hreinsað úr því lyng og lauf. Þetta er látið liggja í vatninu til næsta dags, þá er hún tekin, skoluð og hreinsuð vel að innan. Passa að ná öllu gumsinu sem er við hrygginn, síðan er hún þerruð.
Inn í hana er sett þurrkuð epli, sveskjur, hjarta og fóarnið.(Fylla alveg í skipið). Ein beikonlengja er skorin í tvennt, skornar raufir í bringuna sitt hvoru megin við bringubeinið og sinn hvorum helmingnum af beikonsneiðinni stungið í rifurnar.
Síðan er rjúpan brotin saman þannig að lærunum er stungið inn í skipið þá lokast hún alveg og er þá eins og kúla. Þrjár lengjur af beikoni eru lagðar yfir skipið og alltsaman bundið samnan með því að vefja sláturgarni utanum kúluna. Rjúpunum er raðað í svartan steikarapott, vatn sett í pottinn (ca 2cm) og inn í 200° heitan ofn, hitinn síðan lækkaður í 180°og látin vera í ca 2 tíma.
Soðið úr pottinum er síað frá og notað í sósu sem er bragðbætt með rjóma og jafnvel rifsberjasultu.
Rjúpa er tekin úr pottinum spottarnir klippir sundur og teknir af rjúpnabögglinum og raðað á fat.
Borið fram með brúnuðum kartöflum og góðu salati (t.d Waldorf salat).
Varið ykkur á höglunum:)

Sendandi: Helga <helgaharalds@gmail.com> 15/12/2009



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi