Innihald:
• 400g rjómaostur (í bláum kassa)
• ½ rauðlaukur smátt skorinn
• ½-1 rauð paprika smátt skorin
• Sæthúðaðar hentur t.d. karamelluseraðar eða hungangsristaðar, saxaðar smátt (1 poki dugar)
|
Aðferð:
Taka rjómaostinn úr kæli og láta standa á meðan bæði rauðlaukur og paprika söxuð niður.
Rjómaosturinn settur í skál og rauðlaukur og paprika út í – hrært eða hnoðað saman þannig að grænmetið dreifist um rjómaostinn.
Móta svo ostakúlu. Ég set hana oft í kæli í smástund (stundum geri ég líka deginum áður og geymi í kæli yfir nótt). Þetta skref er ekki nauðsynlegt samt.
Velta kúlunni upp úr hnetunum þangað til þær þekja alla kúluna.
Svo er bara að bera fram með kexi og njóta
|