1 dl grænar linsubaunir
300 gr hvítkál
150 gr gulrætur
4-6 kartöflur meðalstórar
1 blaðlaukur
1 msk engiferrót eða 1 tsk engiferkrydd
1 msk ólífuolía
1 msk karrý
2 dl vatn
1-2 grænmetisteningar
salt
pipar
|
1)Leggið baunirnar í bleyti í sólarhring.
2)Hreynsið grænmetið. Skerið hvítkál í bita, gulrætur, kartöflur og blaðlauk í
sneiðar.
3)Rífið engiferrótina og léttsteikið á stórri pönnu í ólífuolíu, stráið karrýi
yfir
4)Setjið grænmetið og linsubaunirnar á pönnuna. Leysið grænmetisteningana upp í
vatninu og hellið út í. Látið krauma þar til grænmetið er soðið og linsubaunirnar
mjúkar, um 15 minútur. Bragðbætið með salti og pipar.
Berið fram með grófu brauði og smjöri.
|