UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Grænkálsbaka Grænmetisréttir
Ég vissi aldrei almennilega hvernig ætti að nota grænkál... en hef nú tekið uppá því að nota það eins og spínat, þ.e. í bökur,pastarétti og (kryddað og soðið) meðlæti með réttum. Í þennan rétt væri gaman að prófa múskat og önnur krydd sem henta spínati.
Deig: 150 g hveiti, 4 msk vatn, 3 msk smjör eða smjörlíki, 1/2 tsk salt.
Fylling: 200g grænkál, 3msk olía, 1/2 sítróna,1tsk salt, 1/4 tsk pipar, 2 hvítlauksrif,40 g möndlur afhýddar, 1 dl vatn.
Ostasósa: 100 g ostur, 1 dl mjólk eða rjómi,3 egg.

Deig: Hnoðið saman efnunum og þrýstið deginu í smurt form u.þ.b. 2o -3o cm í þvermál. Bakið í 8 mín. við 200 gráðu hita.
Fylling: sneiðið grænkálið (hendið stönglunum þar sem þeir eru trefjaríkastir) og léttsteikið í olíu . Bætið vökva og kryddi útí og látið malla undir loki í fimm mínútur. Saxið möndlurnar og blandið þeim saman við.
Ostasósa: rífið ostin í skál og hrærið mjólkinni (eða rjómanum) og eggjunum útí
Hellið fyllingunni yfir botninn og hellið svo ostasósunni yfir. Bakist í 30 mín. við 200 gráðu hita.

Sendandi: Halldóra Thoroddsen <thordora@ismennt.is> 23/08/2000



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi