UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Vatnsdeigsbollur Brauð og kökur
Með allra bestu bollum, held ég!
2,5 dl vatn
50 g smjörlíki
salt á hnífsoddi
175 g hveiti
4-6 egg
2 tsk. lyftiduft.

Rjómi
ávaxtamauk
brætt súkkulaði.

Vatn, smjörlíki og salt soðið. Tekið af hellunni þegar sýður og hveitið hrært út í. Sett á helluna aftur og hrært vel í mínútu.
Þá er deigið sett í skál og látið kólna. Svo eru eggin, eitt og eitt í senn, hrærð saman við þar til deigið er hæfilega þykkt. Þá er lyftiduftið sett út í.
Sett á hveitistráða plötu með skeið eða sprautupoka.
Bakað við 180°C í ca. 30 mín. Fyrstu 20 mínúturnar má EKKI opna ofninn, því þá falla bollurnar.
Að bakstri loknum er toppurinn skorinn af og rjómi og ávaxtamauk sett á milli. Súkkulaði brætt ofan á toppinn.
Etið með góðri lyst.

Sendandi: Hallmundur Kristinsson <hallkri@ismennt.is> 18/02/1996



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi