UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Kaloríubomba Ábætisréttir
Auðvelt, fljótlegt og einstaklega gott
1 púðursykursmarengsbotn (keyptur)
1/2 l. rjómi
kanill eftir smekk
Kiwi,jarðaber, vínber og bláber eða aðrir ávextir efir smekk

Brjótið marengsbotninn niður í stóra mola.
Hrærið saman þeyttum rjóma og kanil.
Skerið kiwi í bita og jarðaber og vínber í tvennt, hafið bláber í heilu og blandið útí kanilrjómann (haldið svolitlu eftir til skrauts). Setjið síðan brotinn marengsbotninn saman við og blandið öllu (með höndunum eða sleikju) varlega saman. Mótið eins og köku á kökudisk og raðið svo afganginum af berjunum og ávöxtum fallega yfir.
Bomban þarf svo að bíða í smástund (ca 1.klst.)áður en hennar er neytt. Ágætt að gera rétt fyrir matinn þá er þetta tilbúið í eftirmat.
P.S. Krakkarnir elska þetta.

Sendandi: Elín Björk <elinbjork@simnet.is> 13/11/2001



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi