UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Geggjað grænmeti Grænmetisréttir
Ferskur, heilsusamlegur og geðveikt góður réttur
1/2 höfuð Iceberg
1 harðsoðið egg
1 tómatur
2 msk ólífur
1/2 gulrót
1/2 rauðlaukur
50 g ostur
20 g gráðostur

Rífið kálið niður, skerið eggið og tómatana í báta, brytjið ólífurnar og rauðlaukinn smátt, rífið gulrótina, ostinn og gráðostinn. Blandið öllu saman. Einnig má bæta í þetta köldu kjúklingakjöti.

Með þessu er gott að borða heilsubrauð: 1 dl sjóðandi vatn og 1 dl mjólk sett í skál. 2 tsk þurrgeri dreift yfir. 1 msk olía sett út í. 3 dl hveiti, 1 dl hveitiklíð, 1/4 tsk salt og 2 tsk sykur bætt út í. Látið lyfta sér í skálinni í 10 mín. Mótað í tvö löng brauð eða nokkur lítil. Látin lyfta sér í 15 mín. Brauðin pensluð og bökuð í miðjum ofni við 220°C í um 15-20 mín.

Sendandi: Kolla <kollav@mi.is> 28/01/2002



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi