UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Rjómalagað kjúklingapasta Pizzur og pasta
Fljótlegt og einfalt pasta með kjúkling og beikoni
500 gr Pasta
Kjúklingabitar (t.d. bringur)
Beikon eftir smekk
1 papríka
nokkrir sveppir
1 lítill hvítlaukur
1/2 L Rjómi

Kjúklingurinn er skorinn í bita, steiktur á pönnu og kryddaður vel. Hvítlaukurinn
er hreinsaður og settur smátt saxaður saman við kjúklinginn. Svo er hann tekinn
af pönnunni og beikonið skorið í bita og steikt. Þegar það er orðið hæfilega
stökkt, þá er papríkan og sveppirnir skorin niður og snöggsteikt á litlum hita.
Pastað er soðið í vatni og sett smá matarolia og salt út í vatnið. Þegar pastað
er soðið, þá er vatninu hellt af því og kjúklingnum, beikoninu, sveppunum og
papríkunni blandað saman við. Þá er rjómanum hellt samanvið og þetta látið malla
á lágum hita í nokkrar mínútur. Einnig er hægt að krydda eftir vild.
Þetta er svo allt borið fram með hvítlauksbrauði eða öðru sambærilegu.

Sendandi: Kristín Halla Hannesdóttir <kristhal@hafro.is> 14/10/1996



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi