Lambafillet
smjördeig
Fylling:
laukur
sveppir
skinka
rauðvínssósa (pakka)
brauðrasp (til að þykkja)
egg
Kryddjurtir t.d.
tímían, rósmarín, oregano.
|
Smjördeigið skal fletja út ca. 1/2 - 1/3 þynnra en það er.
Steikja fillet-ið á vel heitri pönnu. Þarf ekki að steikja í gegn.
Laukinn, sveppina og skinkuna skal saxa í blandara og síðan brúna í potti með smjöri.
Búa til rauðvínssósuna (úr pakkanum) og gott að bragða til með rjóma og kryddi.
Setjið laukmixið út í sósuna og þykkið með brauðraspinu.
Smyrja blöndunni undir og yfir kjötið í smjördeiginu. Kryddjurtirnar settar á kjötið.
Píska egg, smyrja í sárið á smjördeiginu. Loka, þrýsta með gaffli. Pensla yfir lokuna með eggjunum.
Eldað í ofni við 180°C í 10-15 mín.
Hægt er að gera þetta e-ð áður og setja í frysti.
|