UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Innbakað lambafillet með ferskum kryddjurtum Kjötréttir
Góður lambakjötsréttur á jólaborðið
Lambafillet
smjördeig

Fylling:
laukur
sveppir
skinka
rauðvínssósa (pakka)
brauðrasp (til að þykkja)
egg

Kryddjurtir t.d.
tímían, rósmarín, oregano.

Smjördeigið skal fletja út ca. 1/2 - 1/3 þynnra en það er.

Steikja fillet-ið á vel heitri pönnu. Þarf ekki að steikja í gegn.

Laukinn, sveppina og skinkuna skal saxa í blandara og síðan brúna í potti með smjöri.

Búa til rauðvínssósuna (úr pakkanum) og gott að bragða til með rjóma og kryddi.

Setjið laukmixið út í sósuna og þykkið með brauðraspinu.

Smyrja blöndunni undir og yfir kjötið í smjördeiginu. Kryddjurtirnar settar á kjötið.
Píska egg, smyrja í sárið á smjördeiginu. Loka, þrýsta með gaffli. Pensla yfir lokuna með eggjunum.
Eldað í ofni við 180°C í 10-15 mín.

Hægt er að gera þetta e-ð áður og setja í frysti.









Sendandi: Sara Hall. <sarahall@isl.is> 22/12/2003



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi