UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Mexíkanskur eðalréttur Óskilgreindar uppskriftir
ótrúlega góður mexíkanskur réttur með kjúkling og hrísgrjónum
4 kjúklingabringur (eða einfaldlega niðurskornir kjúklingabitar)
1 poki enchilada mix frá Casa fiesta
Hrísgrjón frá Uncle bens
2-3 hvítlauksrif
2 afhýddir tómatar
1 laukur
8 stórar tortillur (pönnukökur)
rifinn ostur
salsa sósa

Skerið kjúkling niður í litla bita og steikið upp úr olíu á pönnu. Á meðan hann er að steikjast þá geriði sósuna úr pokanum. Setjið 3,5 dl af vatni útí og hrærið þangað til að sýður í og látið þá malla á lægri hita í ca 5 mín eða þar til sósan þykknar. Svo þegar kjúklingurinn er næstum búinn hellið sósunni yfir og látið malla á mjög lágum hita. Aftan á uncle bens hrísgrjónunum getið þið svo valið fyrir hversu marga þið viljið gera hrísgrjón. Þessi réttur miðast við 4 (vel útlátið). Svo að yfirleitt er gert fyrir fjóra.
Þá látið þið vatnið sjóða og þegar suðan kemur upp setjið þið hrísgrjón, hvítlauk pressaðan úr hvítlaukspressu, fínsaxaðan laukinn og teningaskorna afhýdda tómatana útí. Setjið lok á og lækkið hitann og látið malla í 20 mín eða þar til hrísgrjón eru tilbúin.
Setjið svo vel af olíu á pönnu og hitið vel, setjið svo pönnukökur ofan í og steikið ca 30 sek á hvorri hlið og látið svo þorna á t.d. eldhúsrúllu eða e-u sem dregur örlítið í sig olíuna. Hitið ofninn á 200°C.
Takið svo pönnukökurnar og setjið hrísgrjón og kjúkling ofan í. Brjótið svo saman eins og pakka. Leggið pakkan svo á grúfu (opna hliðin niður) í eldfast mót. Setjið svo vel af salsa sósu ofan á "pakkann"(eða pönnsuna) og rifinn ost yfir. Svo þegar allir "pakkarnir" eru tilbúnir þá er þetta sett inní ofn og haft þar til osturinn bráðnar. Borið fram með salati og sýrðum rjóma.

Sendandi: Gulla <gulla@isnet.is> 24/07/2005



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi